Þrír gaurar sitja við bar þegar blindfullur maður á miðjum aldri skröltir inn, skjögrar í áttina að þeim og bendir á þann í miðjunni: “Mamma þín er besti drátturinn í öllum bænum!”

Allir á barnum snúa sér við og búast við slagsmálum, en gaurinn lætur sem hann hafi ekki heyrt þetta, svo fyllibyttan skakklappast á hinn endann á barnum.

Tíu mínútum seinna kemur sá fulli aftur og segir við gaurinn: “Ég var að koma frá mömmu þinni; og það var svooooo goooooott!”

Enn lætur hann sem hann heyri ekki í fylliraftinum, svo hann klöngrast aftur yfir á hinn enda barsins og hellir meiru í sig.

Þegar sá fulli kemur í þriðja sinn og tilkynnir: “Og mömmu þinni fannst það geðveikt!” segir gaurinn:

“Pabbi! Farðu heim. Þú ert orðinn alltof fullur.” v