Prestur kemur til rakarans. Eftir að búið er að klippa hann, spyr hann hvað það sé mikið:

“Ekkert,” segir rakarinn, “lítum bara á þetta sem þjónustu við Drottinn.”

Morguninn eftir þegar rakarinn kemur til vinnu, liggja 12 biblíur og þakkarbréf frá prestinum við dyrnar á rakarastofunni.

Seinna þennan dag, kemur lögreglumaður og lætur klippa sig. Þegar hann spyr hvað það sé mikið segir rakarinn:

“Ekkert, lítum bara á þetta sem þjónustu við samfélagið.”

Morguninn eftir liggur kassi með 12 kleinuhringjum og þakkarbréf frá lögreglumanninum við dyrnar á rakarastofunni.

Þennan sama dag kemur alþingismaður í klippingu. Þegar hann er búinn og spyr hvað það sé mikið, segir rakarinn:

“Ekkert, lítum bara á þetta sem þjónustu fyrir föðurlandið.”

Næsta morgun biðu 12 alþingismenn við dyrnar á rakarastofunni.