Litla gamla kerlingin fór til læknis. ,,Læknir,“sagði hún, ,,ég á við prumpuvandamál að stríða.” ,,Nú,“sagði læknirinn. ,,Sko,”hélt litla gamla kerlingin áfram, ,,ég prumpa svo rosalega mikið, en þegar ég prumpa, þá er það algjörlega hljóðlaust og lyktarlaust. Ég er til dæmis búin að prumpa um 30 sinnum síðan eg kom inn.“ ,,Nú já,” sagði læknirinn, ,,hérna eru pillur, taktu þær og komdu til mín eftir viku.“ Eftir viku kemur litla gamla kerlingin aftur. ,,Heyrðu læknir,” byrjar litla gamla kerlingin, ,,ég skil ekki hvaða pillur þú varst að láta mig hafa, ég prumpa ennþá alveg hljóðlausu prumpi, en nú er alveg VIÐBJÓÐSLEG lykt af því!“ ,,Það var nú gott,” sagði læknirinn, ,,nú erum við búin að hreinsa út kinnholubólgurnar og getum einbeitt okkur að vandamálinu með heyrnina."