Svo var það Tígísdýrið sem vaknaði og leið svona askoti vel.
Hvað um það, svo fór hann morgun gönguna sína og sá þar lítinn apa sem hann króaði af og öskraði til hans:
“HVER ER STÆRSTUR OG STERKASTUR HÉR Í SKÓGINUM?”
Aumingja litli apinn nötraði af hræðslu og svaraði:
“Þú af sjálfsögðu engin er sterkari en þú.”
Skömmu síðar þá króaði hann af lítið dádýr og öskrar á það:
“HVER ER FLOTTASTUR OG STERKASTUR HÉR Í SKÓGINUM?”
Litla dádýrið nötrar svo af hræðslu að það getur varla andað og stamar:
“Ó stóri Tígri þú ert flottastur allra hér.”
Tígra var farið að líða askoti vel og þar sem að hann sá hvað honum gekk vel þá röltir hann
upp að fíl sem er að narta í laufblöð og öskrar:
“HVER ER STÆRSTUR ALLRAR DÝRA HÉR Í SKÓGINUM?”
Nú jæja fíllinn tekur upp Tígra með rananum og lemur honum utan í tré og hristir hann svo
sundur og saman og endar á því að henda honum upp í nærstatt tré.
Tígrisdýrið dröslast á fætur og lítur til fílsins og segir:
“Það er nú óþarfi að brjálast svona þó svo að þú vitir ekki svarið.”
v