+10 gráður – New York búar kveikja á hitanum. Íslendingar planta trjám.

+5 gráður – Kaliforníubúar skjálfa. Íslendingar fara í sólbað.

+2 gráður – Ítalskir bílar fara ekki í gang. Íslendingar keyra með rúðuna niðri.

0 gráður – Vatn frýs, íslenskt vatn verður þykkt.

-5 gráður – Flórídabúar klæðast kápum, vettlingum og ullarhúfum. Íslendingar eru komnir í bol.

-10 gráður – Kaliforníubúar yfirgefa fylkið. Íslendingar fara í Laugardalslaugina.

-15 gráður – Alaskabúar kveikja loksins á hitanum. Íslendingar taka lokagrill áður en það verður kalt.

-25 gráður – Miami búar eru allir fluttir burt. Íslenskir krakkar sleikja ljósastaura.

-30 gráður – Kaliforníubúar fljúga allir til Mexíkó. Íslendingar eru komnir í úlpur.

-40 gráður – Hollywood leggst í eyði. Íslendingar leigja sér vídeóspólur.

-50 gráður – Atlandshafið er að mestu frosið. Íslenskar björgunarsveitir ganga í hús á konudaginn og selja blóm.

-60 gráður – Ísbirnir flýja norðurpólinn. Íslenskar björgunarsveitir hvetja fólk til að klæða sig betur.

-70 gráður – Jólasveinninn yfirgefur norðurpólinn. Íslendingar setja upp eyrnahlífar.

-114 gráður – Alkóhól frýs. Íslendingar fúlir yfir því að Brennivínið næst ekki úr flöskunni.

-183 gráður – Öreindalíf byrjar að hverfa. Íslenskar kýr kvarta yfir köldum höndum bændanna.

-273 gráður – Öll atóm hætta að hreyfast. Íslendingar segja “Asskoti napur í dag!”

-300 gráður – Helvíti frýs. Íslendingar verða heimsmeistarar í fótbolta.
Engin undirskrift hér :/