Sæl öllsömul.

Það er orðið ansi langt síðan ég sendi hér einn brandara.

Hér er mjög fyndin og skemtilegur brandari.


Eiginmaðurinn er vanur að vakna alltaf kl. sjö í vinnuna og þá vekur hann líka strákinn sinn í skólann. Hann stillir alltaf gemsann sinn til að vekja sig. Svo í fyrradag, þá var gemsinn hans að hringja og reyndi að vekja hann en hann slökkti ekkert á honum og eiginkona hans var að verða brjáluð á þessum látum.( Síminn er á náttborðinu hans og ef hún slekkur á honum þá sofnar hún strax aftur og hann myndi þá ekkert vakna) Þannig að hún pikkar í hann og segir við hann: Slökktu á símanum!!

Þá snýr hann sér í áttina til hennar og ýtir á nefið á henni og snýr sér svo til baka og legst aftur niður,og ennþá er síminn að hringja. Konan hans spyr hann hvað hann væri eiginlega að gera og segir við hann aftur: Slökktu á símanum núna og komdu þér fram úr!!

En þá gerði hann þetta bara aftur, snéri sér við og ýtti á nefið á henni!

Svo loksins vaknar hann. En hann var svo syfjaður og alveg svaka þunnur og mundi ekkert eftir aðburðinum þegar hann vaknaði.

Sagan endaði svona. En hún var auðvitað löngu glaðvöknuð en það var hún sem slökkti loksins á símanum og dró hann fram úr. Enda ekki sátt við það að eiginmaðurinn hennar ruglaði hana við gemsann sinn hahahaha. *ROFL*


Og yfir til ykkar. Gulp!