Sælir.

Hvað segið þið um að koma með einhverja juicy keppni?

Við getum gert eitthvað magnað, eins og að búa til LOL JESUS myndir (Guðlast bannað, btw) eða notað hugmynd Cracked.com um photoshop keppni.

Það virkar svona:

Þið fáið þema og útfærið hugmyndir ykkar í Photoshop (eða öðru forriti) til að koma þeim skemmtilega til skila. Svo sendið þið hingað inn og notendur dæma.

Dæmi um þema er t.d. Óviðeigandi barnabækur, hlutir sem eiga ekki eftir að enda vel o.s.frv.

Anything goes (innan siðferðislegra marka), svo lengi sem það passar við þemað!

Hvað finnst ykkur, hvað viljið þið hafa?