Í skóla einum áttu skólayfirvöld í miklum vandræðum vegna þess að stelpurnar voru alltaf að kyssa speglana þegar þær voru búnar að mála sig ( semsagt, varalitur og gloss og stuff fast á speglunum) Dag einn var skólastjórinn búinn að fá nóg af þessu og boðaði fund á stelpnaklósettinu með stelpunum og húsverðinum. ‘'Mig langaði bara að sýna ykkur hversu erfitt það er að þrífa speglana hérna’' og býður húsverðinum orðið. Húsvörðurinn tekur upp klósettbursta, bleytir hann í einni skálinni og byrjar að skrúbba speglana, eftir þetta sáust aldrei framar kossför á speglum skólans.
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.