Drukkinn maður kemur inn á Hlemm og sest við hliðina á presti. Bindi mannsins er blettótt, andlit hans makað í rauðum varalit og hálftóm ginflaska stendur upp úr vasa hans. Hann opnar dagblað og byrjar að lesa. Eftir nokkrar mínútur snýr maðurinn sér að prestinum og spyr: “Faðir, afhverju fá menn skorpulifur?” Prestinum ofbýður maðurinn og segir með viðbjóði: “Reykingum, ofdrykkju, lauslátu kvenfólki og fyrirlitningu fyrir náunganum.” “Ja hérna!” muldrar sá drukkni og leggur frá sér blaðið. Presturinn, hugsar um það sem hann sagði og biður manninn afsökunar: “Ég biðst fyrirgefningar, ég ætlaði nú ekki að vera svona dónalegur. Hversu slæmur ertu af skorpulifur?” “Ó, ég er ekki með hana,” svarar maðurinn, “það stendur hérna í blaðinu að biskupinn sé með hana.”