Kona kemur til prestsins og segir: “Faðir, ég er í smá vandræðum. Ég á tvo kvenkyns páfagauka, en þeir kunna bara að segja eina línu.” “Og hvað segja þeir?” spyr presturinn. “Þeir segja: ‘Hæ, við erum mellur. Viltu eitthvað fjör?’” “Það er hræðilegt!” kallar presturinn upp yfir sig, hugsar síðan aðeins og segir: “Ég er með lausn. Ég á tvo karlkyns páfagauka sem ég er búinn að kenna að biðja og lesa biblíuna. Komdu með þína og við látum mína kenna þínum að hætta að segja… þetta sem þeir segja alltaf.” Daginn eftir kemur konan með páfagaukana sína til prestsins. Þegar hún kemur inn fyrir sér hún páfagaukana hans í búri með lítil testament fyrir framan sig, farandi með bænir. Þau setja dónalegu páfagaukakerlingarnar inn til þeirra. Eftir smá stund gellur í annari kerlingunni: “Hæ, við erum mellur. Viltu eitthvað fjör?” Það varð þögn í smá stund. Loks segir annar páfagaukskarlinn við hinn: “Leggðu frá þér testamentið, bænum okkar hefur verið svarað!”