Guðmundur nokkur fer til sálfræðings. “Læknir, ég er í tómum vandræðum. Alltaf þegar ég fer að sofa, hef ég það á tilfinningunni að einhver sé undir rúminu mínu. Og ef ég leggst undir rúmið hef ég það á tilfinningunni að það sé einhver liggjandi í því. Þú verður að hjálpa mér. Ég er að verða geðveikur á þessu!” “Ekkert mál, en þetta gæti tekið tvö til þrjú ár,” segir sálfræðingurinn. “Komdu til mín þrisvar í viku og ég lækna óttann.” “Og hvað kostar þetta?” “Gjaldið er 7000 kr. fyrir hvern tíma.”
“Það er hrikalega dýrt læknir,” segir Guðmundur. “Leyfðu mér að sofa á þessu, við verðum í sambandi.” Sex vikum síðar rekst Guðmundur á sálfræðinginn. “Af hverju komstu ekki til mín aftur?” spyr sálfræðingurinn. “Fyrir 7000 kall á heimsókn? Haa! Barþjónn læknaði mig fyrir 500 kall!”
“Hvernig fór hann að því?” spyr sálfræðingurinn. “Hann sagði mér að saga lappirnar af rúminu!”