Lögregluþjónnn stöðvaði mann á fallegum brúnum Mersedes Benz á Vesturlandsvegi hér í Mosfellsbæ og auk ökumanns sem er virðulegur eldri maður var konan hans í bílnum. Lögreglumaðurinn: “Þú ókst að minnsta kosti á 120 km hraða og veist væntanlega að leyfilegur hámarkshraði er aðeins 90 km á klst.” Maðurinn: “Nei þetta er ekki rétt hjá þér, ég var á tæplega 100.” Konan: “Láttu ekki svona elskan mín, þú varst á 140, ég sá það.” Lögreglumaðurinn: “Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að annað bremsuljósið er brotið.”
Maðurinn: “Brotið bremusljós? Ég vissi það bara ekki!” Konan: “Æ, elskan mín, þú veist að það er búið að vera brotið í nokkrar vikur.” Lögreglumaðurinn: “Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að þú hafir ekki verið með öryggisbelti.” Maðurinn: “Heyrðu, láttu nú ekki svona ég losaði mig úr beltinu þegar þú stoppaðir mig.” Konan: “Elsku kallinn minn, ekki segja svona, þú notar aldrei öryggisbeltið.” Maðurinn er nú greinilega orðinn eitthvað pirraður yfir konunni, hann snýr sér að henni og öskrar á hana: “Reyndu nú að þegja einu sinni!” Lögreglumanninum var farinn að finnst þetta nokkuð skemmtilegt svo hann snéri sér að konunni og spurði hana: “Frú, talar maðurinn minn alltaf svona við þig?” Konan: “Nei, bara þegar hann er fullur.”

Gömul kona gengur inn í banka með fullan poka af seðlum og ætlar hún að leggja peningana inn. Hún heimtar að fá bankastjórann til að afgreiða sig. það er venjulega ekki hægt í þessum banka en þar sem hún er með svo mikla peninga ákveður afgreiðslu fólkið að ná í bankastjórann (viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér)…
Bankastjórinn spyr gömlu konuna hve mikið hún ætli að leggja inn. “14 milljónir króna” segir gamla konan og skellir pokanum á borð stjórans. Hann er auðvitað forvitinn og ákveður að spyrja um hvar hún hefði fengið alla þessa peninga??? gamla konan svarar: ég vinn mörg veðmál. “Veðmál, já… hvernig veðmál ?” spyr bankastjórinn konuna. “bara einsog, ég veðja við þig 2 milljónum að þú ert með þríköntuð eistu !!!” bankastjórinn hlær og segir að þetta sé heimskulegt veðmál. konan skorar á hann og bankastjórinn tekur veðmálinu… “En þar sem það eru mjög miklir peningar í húfi, er þá ekki í lagi að ég taki lögfræðinginn minn með sem vitni á morgun kl. 10 ?” Bankastjórinn hafði ekkert á móti því og var viss um að hann mundi vinna… Þetta sama kvöld var bankastjórinn orðinn mjög taugaóstyrkur og eyddi miklum tíma fyrir framan spegilin heima hjá sér, skoðandi eistun með því að snúa þeim í allar áttir. hann hætti ekki fyrr en hann var viss um
að hann mundi vinna veðmálið… Næsta morgun, nákvæmlega klukkan 10, birtist gamla konan og lögfræðingurinn hennar fyrir utan bankastjóra skrifstofuna. hún kynnti bankastjóran og lögfræðinginn en endurtók síðan veðmálið “ég veðja 2 milljónum á að bankastjórinn sé með þríköntuð eistu!” Bankastjórinn játaði veðmálinu og gamla konan sagði honum að fara úr buxunum. Hann gerði það og gamla konan pírði augun vel og lengi. hún bað síðan um að mega koma við þau til að finna hvernig þau væru í laginu. “ok, 2 milljónir eru mikið af peningum svo ég giska að þú verðir að gera það bara svo við séum örugg!!!” Nákvæmlega þá, tók bankastjórinn eftir hvar lögfræðingurinn var að lemja hausnum í vegginn, alveg hljóðlaust. Bankastjórinn spurði gömlu konuna “hvað í andskotanum er að lögfræðingnum þínum???” Hún svaraði “ekkert, nema það að ég veðjaði við hann um 8 milljónir að nákvæmlega klukkan 10 væri ég með eistu bankastjórans í höndunum!!!”

Mexíkani, Ítali og Hafnfirðingur voru að vinna saman í byggingavinnu og voru að byggja 20.hæð á nýju hóteli. Þegar það kom að hádegismatnum setjast þeir saman og fara að borða. Mexíkaninn opnar fyrstur nestisboxið sitt og þar er burritos. Hann segir þá: “Ef ég fæ einu sinni enn burritos í nesti stekk ég fram af!” Ítalinn opnar næstur nestisboxið sitt og þar er spaghetti. Hann segir þá: “Ef ég fæ einu sinni enn spahgett í nesti stekk ég fram af!” Hafnfirðingurinn opnar svo nestisboxið sitt og þar er langloka. Hann segir þá: “Ef ég fæ einu sinni enn langloku í nesti stekk ég fram af!” Næsta dag setjast þeir aftur saman í hádeginu.
Mexíkaninn opnar nestisboxið sitt og sér burritos og stekkur fram af. Ítalinn opnar næstur og sér spaghetti og stekkur fram af.
Svo opnar Hafnfirðingurinn nestisboxið sitt,sér langloku og stekkur fram af. Í jarðarförinni er ekkjur þeirra allra grátandi. Ekkja Mexíkanans segir:“Ef ég hefði nú bara vitað að hann vildi ekki burritos. Ég hefði getað sett tacos eða enchildas.”
Þá segir ekkja Ítalans: “Ef ég hefði nú vitað að hann væri kominn með ógeð á spaghetti. Þá hefði ég gefið honum lasagne eða pasta.”
Ekkja Hafnfirðingsins segir ekki neitt og allir í jarðarförinni stara á hana. Hún segir þá: “Hey, ekki vera að horfa á mig! Maðurinn minn útbjó alltaf nestið sitt sjálfur!”
______________________________