Sniðugt aprílgabb sem ég rakst á í dag.

Það vildi svo skemmtilega til að nemendafélagið í skólanum mínum ákvað að gera öllum nammigrísum skólans grikk.

Hengd voru upp A3 blöð sem á stóð:

“Faldir hafa verið fjórir gulir páksaungar innan veggja skólans. Ef þeir finnast getur sá sem fann þá farið með þá til ritarans og fengið páska egg frá Nóa siríus.

NÚMER SEX”

Ætli margir séu að snúa skólanum við?
Mæta lífinu með bros á vör og þegar það snýr baki við þér og gefur skít í þig… Þá brosir þú bara breiðar!