Já, sagan er sú, að við vorum tveir félagar í pool um daginn á poolbarnum og við vorum að veðja upp á 2000 kall í leik og þarsem ég átti ekki krónu átti ég að labba upp að barnum og stara á konuna sem var að afgreiða og þegar hún spyrði hvað mig vantaði ætti ég að öskra yfir allann salinn: ‘'I LIEK CHOCOLATE MIIILK!!!’' ef ég tapaði (http://www.hugi.is/humor/images.php?page=view&contentId=6329801).

Hinsvegar endaði leikurinn vel og ég vann, en ég náði samt að gera mig að fífli þarsem þegar við vorum á leiðini út, gleymdi ég peysuni minni uppi. Ég fór og náði í hana og vinur minn var að bíða í stiganum hjá útidyrahurðini.

Ég labba að hurðini sem leiðir að stiganum sem leiðir að útidyrahurðini og hugsa með mér að koma með smá semi-lulz og öskraði á leiðini út: ‘'I LIEEEK CHOCOLATE MIIIILK’' svona þannig að enginn sæi. Hinsvegar þegar ég var kominn yfir þröskuldinn í miðri setningu, þá var vinur minn hvergi að sjá, og stóð bara einhver gaur og var að tala í símann.

Þetta var svona hálf vandræðalegt þarsem ég leit út eins og einhver brjálæðingur öskrandi að ég elskaði kókómjólk, aleinn á stigagangi, þannig ég tók sprettinn, sem gerði þetta eiginlega enþá asnalegra.

Lulz or had to be there? ;s
Moderator @ /fjarmal & /romantik.