Kreppan á Íslandi hefur tekið á sig nýja og áður óþekkta mynd í formi peningafölsunar.

Þannig rannsakar auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mál þar sem maður afhenti falsaðan tíu þúsund króna seðil með mynd af Davíð Oddssyni seðlabankastjóra þegar hann keypti vörur í matvörurverslun á höfuðborgarsvæðinu.

Viðkomandi keypti vörur fyrir þrjú þúsund krónur og fékk sjö þúsund krónur til baka. Telur lögregla rétt að árétta að engir slíkir seðlar hafa verið gefnir út hér á landi og biður starfsfólk verslana að vera á varðbergi.

http://visir.is/article/20081105/FRETTIR01/287766740/-1