BARA GÓÐUR!


Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Normaður og Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að
Íslendinginum og spurði: “Borðar þú skorpurnar á brauðinu”?
-Íslendingurinn: “Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu”.
-Normaðurinn: “Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands”.

Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:
“Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt”.
-Íslendingurinn: “Auðvitað hendum við því í ruslið”.
-Normaðurinn: “Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands”.
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:

“Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá”?

-Normaðurinn:“Auðvitað hendum við þeim í ruslið”.-
Íslendingurinn:
“Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og sendum til Noregs”.

Bætt við 22. september 2008 - 00:36
þetta á samt bara að heita Íslendingur og Normaður .. ;)