KOm ekki í kvöld til að segja brandara en langar að deila einu með ykkur:" Fór á bókasafnið á Akureyri og sá þar ódýr eldgömul Æskublöð frá árinu 1968-1973. Bara varð að kaupa þetta og vissi að ég sæi ekki eftir því. Þar sá ég soldið sem gaf mér klígjuna uppí kok: Í staðinn fyrir að stóð BRANDARAR þá stóð SKRÝTLUR
mér fannst það svo hræðilega hallærislegt orð að ég var að því komin að GUBBA. Svo í staðinn fyrir PENNAVINIR þá stóð BRÉFASKIPTI!!!! Svo í staðinn fyrir (þar sem flokkuð voru stelpupennavinanöfn og strákapennavinanöfn) stelpur og strákur stóð STÚLKUR og DRENGIR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Get enn ekki vanist þessu en held alltaf áfram af forvitni að skoða þessi eldgömlu blöð. Þá var hægt að skrifa aðdáendabréf til fræga fólksins: það var heimilisfang Elvis Prestley og heimili John Lennons það fannst mér spennandi, því á þessum tíma voru þeir á lífi. Svo var of skrifað z í stað s