Ég var heima hjá mér að horfa á sjónvarpið (var sko ein heima) og síminn hringdi..
ég: halló
svo var skellt á…

síminn hringdi aftur:
ég: halló (var orðin soddið pirruð!)
svo var skellt á…

svo gerðist þetta eitthvað 7 sinnum í viðbót, og alltaf var skellt á þegar ég var búin að svara…

svo leið svona 4 mín. án þess að síminn var eitthvað búinn að hringja en …….

síminn hringdi aftur:
ég: HVAÐ!!!! (öskraði ég) NENNIRU AÐ DRULLAST AÐ HÆTTA AÐ HRINGJA Í MIG!!
en í stað þess að það var skellt á mig þá heyrði ég bara grátur hinumeigin við tólið.

Þá var það litli frændinn minn (5 ára) sem var að hringja í mig í fyrsta skipti. Svo kom eitthvað mamma hans og skammaði mig fyrir að öskra svona á hann :$