Af hverju datt fíllinn úr trénu?
Afþví hann var dauður.

Af hverju datt annar fíll úr trénu?
Hann var límdur við þann fyrsta.

Af hverju datt þriðji fíllinn úr trénu?
Hann vildi herma eftir.

Af hverju datt fjórði fíllinn úr trénu?
Hann hélt að þetta væri leikur.

Af hverju datt tréð niður?
Það hélt það væri fíll.

Af hverju dó kengúran?
Afþví fílarnir lentu á henni.

————–

Af hverju eru fílar stórir, gráir og hrukkóttir?
Af því ef þeir væru litlir, gulir og gegnsæir væru þeir lýsispilla.

————–

Hver er munurinn á fíl og blaði?
Þú getur búið til skutlu úr blaðinu.

————–

Hvað er líkt með fíl og bláberi?
Þau eru bæði blá, nema fíllinn.

————–

Af hverju lakka fílar neglurnar á sér grænar?
Til að dulbúa sig sem billjardborð.

————–

Hvernig veistu að fíllinn þinn sé á túr?
Það er tíkall á kommóðunni og dýnan þín er horfin.

————–

Hvernig veistu að það sé fíll á barnum?
Hjólið hans er fyrir utan.

————–

Af hverju ganga fílar í sandölum?
Til að sökkva ekki í sandinn.

Af hverju eru strútar oft með hausinn í sandinum?
Til að leita að fílum sem gleymdu að vera í sandölum.

————–

Hvað er með tvo hala, tvo rana og fimm fætur?
Fíll með aukahluti.

————–

Af hverju eru fílar með rifur milli tánna?
Til að geyma bókasafnskortið sitt.

————–

Hvernig veistu að það hefur fíll setið í rúminu þínu?
Lakið er krumpað.

————–

Hversu mörgum fílum kemurðu inn í tóman skáp?
Einum. Þá er hann ekki lengur tómur.