Tveir gyðingar, Davíð og Símon, voru á leið úr sýnagógunni og rifust ákaft.
Davíð segir við Símon: Þú segir að svart sé ekki litur, ég segi að það sé litur.

Þetta þras þýðir ekkert, við verðum að fá rabbínann til að skera úr um þetta, segir Símon Þeir kalla á rabbínann og segja honum frá rifrildinu.
Við skulum athuga hvað bókin helga segir um þetta, segir rabbíninn og vill fara varlega í að kveða upp dóm.
Nær í bókina helgu og blaðar í henni um stund og segir svo: Jú, jú, bókin helga segir að svart sé litur.
Þá lá það fyrir og ekki hægt að draga í efa það sem bókin helga sagði.


Skömmu síðar blossar aftur upp hávaðarifrildi milli gyðinganna tveggja og Davíð segir við Símon:
Þú segir að hvítt sé ekki litur, ég segi að það sé litur. Við verðum að fá botn í þetta og þeir eru
sammála um að kalla aftur á rabbínann.

Um hvað eruð þið nú að rífast? spyr rabbíninn. Ég segi að hvítt sé litur en
hann ekki, svarar Davíð. Við skulum sjá hvað bókin helga segir um þetta, svarar rabbíninn á ný.
Jú, jú, það er ekki um að villast, bókin helga segir að hvítt sé litur.

Þarna sérðu, segir Davíð við Símon,
þú hefðir átt að trúa mér - þetta var litasjónvarp sem ég seldi þér!