Nokkrir góður brandarar sem ég hef verið að fá í tölvupósti.

Einu sinni var gömul kona að ganga niður götu með tvo troðfulla ruslapoka.
Lögreglumaður stóð þarna rétt hjá og tók eftir því að það var gat á öðrum
pokanum og 5000 kr seðlar flugu úr pokanum endrum og eins.
eitthvað fannst honum þetta dularfullt og gekk upp að konunni
'góðan daginn væna mín' sagði hann ‘hefur þú tekið eftir því að það eru 5000 kr seðlar fjúkandi úr pokanum þínum?’
konan stoppar og lítur bak við sig og sér seðlana á víð og dreif um götuna
'Æ þakka þér fyrir væni minn' stundi í konunni ‘Ég ætti nú að drífa mig í að taka þá upp’
En þegar hún ætlar að leggja af stað að týna upp seðlana stöðvar lögregluþjónninn hana ‘Engan asa væna mín, hvernig stendur eiginlega á því að þú ert með fullann ruslapoka af fimm þúsund köllum? varstu að ræna banka?’
Gamla konan brosti ‘nei það gerði ég nú ekki en það vill svo til að bak við garðinn minn er stór fótboltavöllur og alltaf þegar mikilvæg mót eru í gangi að þá koma oft ungir menn og míga í blómabeðin hjá mér svo ég tók upp á því að standa þarna með garðklippurnar og segja ’5000 kr. eða ég klippi hann af'
'jahá.. þetta er áhugaverð hugmynd' sagði lögregluþjóninn hugsi ‘..en hvað ertu með í hinum pokanum?’
'Það eru ekki allir sem borga…'


KRAFTAVERK SALERNISPAPPÍRS
Hrein og fersk eftir sturtu, stóð ég framanvið spegilinn, ég virti fyrir mér brjóstin á mér og að vanda kvartaði ég yfir því hvað þau eru smá!
Í stað venjulega svarsins um að brjóstin á mér væru ekkert smá, breytti maðurinn minn út af venjunni og kom með tillögu.
“Viljir þú að brjóstin stækki, skaltu daglega nudda salernispappír á milli þeirra í nokkrar sekúndur.”
Þar sem að ég vildi reyna hvað sem væri, sótti ég mér blað af salernispappír og stóð síðan framan við spegilinn, nuddandi því á
milli brjóstanna minna.
“Hvað þarf ég að gera þetta oft” Spurði ég.
“Þau munu vaxa þeim mun meira sem þú gerir þetta oftar,” svaraði kallinn minn.
Ég hætti.
“Trúirðu því virkilega að mér nægi að nudda klósettpappír á milli brjóstanna daglega til þess að fá þau til að stækka?”
Án þess að líta upp svaraði hann, — “Virkaði á rassinn á þér, ekki satt?”
Hann lifir enn og með mikilli sjúkrameðferð getur verið að hann gangi á ný, jafnvel þótt hann muni áfram fá sína næringu um strá.
Heimski, heimski karl.


Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
“Og hvað ætlarðu að gera við það?” spyr apótekarinn.
“Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér.”
“Ég get ekki selt þér Arsenik til þess,” segir apótekarinn, “jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér.”
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
“Ó,” segir apótekarinn, “ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil.”


Samlíf:
Uppfærsla frá Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0
Error! Filename not specified.
Kæra tæknilega aðstoð:
Um daginn uppfærði ég úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0. Eftir að ég hafði sett upp Eiginkonu 1.0 í tölvunni, setti forritið sig sjálft inn í öll önnur forrit í tölvunni. Það ræsir sig sjálfkrafa þegar ég kveiki á tölvunni, vaktar allar mínar athafnir og kemur sífellt með tillögur að krefjandi aukaforritum eins og t.d. Barn 2.0, þó allir viti að ÞAÐ forrit er mjög illa þróað.
Eiginkonuforritið tekur mikinn tíma og notar mikið minni. Það er ómögulegt að fá það til að víkja meðan ég nota mín uppáhaldsforrit. Gömul forrit eins og Pókerkvöld 10.3, Bjórkvöld 2.5 og Sunnudagafótbolti 5.0 virka ekki lengur. Það stóð ekkert um þetta í leiðbeiningunum fyrir forritið.
Ég er að íhuga að fara bara aftur í Kærustu 7.0, en það virðist ekki einu sinni vera hægt að fjarlægja Eiginkonu 1.0. Getið þið hjálpað mér??
Kveðja,
Ráðvilltur og Ráðþrota

Kæri RR
Vandamál þitt er þekkt og mjög algengt, margir kvarta undan þessu, en þetta byggist að mestu leyti á misskilningi. Margir menn uppfæra úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0 af því að þeir halda að Eiginkona 1.0 sé þjónustu- og afþreyingarforrit. Þar liggur misskilningurinn hjá flestum. Eiginkona 1.0 er stýriforrit, hannað til að stjórna öllu. Það er ógerlegt að fjarlægja Eiginkonu 1.0 og fara aftur í Kærustu 7.0 þegar þú hefur sett það upp einu sinni. Sumir hafa reynt að setja upp Kærustu 8.0 eða Eiginkonu 2.0, en hafa þá setið uppi með fleiri vandamál en með Eiginkona 1.0. Við mælum með því að þú haldir Eiginkonu 1.0 og reynir að gera það besta úr því sem komið er. Þú getur t.d. lesið allan kafla 6 í leiðbeiningunum, ”Algengar villur”.
Forritið mun keyra snurðulaust, svo framarlega sem þú tekur ábyrgð á öllum villum, óháð ástæðu og uppruna þeirra. Það besta sem þú getur gert er að fara strax í Start/Run og skrifa FYRIRGEFÐU til að stýrikerfið villuhreinsist og keyri eðlilega.
Eiginkona 1.0 er flott forrit, en krefst mikils viðhalds. Þú ættir að íhuga að kaupa meiri hugbúnað til að bæta afkastagetuna. Við mælum með Blómum 2.1, Súkkulaði 5.0 eða í neyðartilfelli Pels 2000.
En þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum setja upp Vinkona_í_mínípilsi 3.3. Eiginkona 1.0 styður ekki þann hugbúnað og það myndi sennilegagera út af við tölvuna.
Með vinsemd og virðingu,
Tæknileg Aðstoð