Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Norðmaður og Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Norðmaðurinn var með tyggjó.

Þá labbaði Norðmaðurinn að Íslendingnum og spurði: “Borðar þú skorpurnar á brauðinu”?
-Íslendingurinn: “Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu”.
-Norðmaðurinn: “Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands”.

Eftir dálitla stund kom Norðmaðurinn aftur og spurði:

“Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt”.
-Íslendingurinn: “Auðvitað hendum við því í ruslið”.
-Norðmaðurinn: “Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands”.

Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:

“Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá”?

-Norðmaðurinn:”Auðvitað hendum við þeim í ruslið”.-
Íslendingurinn: “Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til Noregs”.


Hjón nokkur fóru á fæðingardeild til að fæða barn sitt. Þegar þau komu þangað sagði læknirinn að hann hefði fundið upp tæki sem færði hluta af fæðingjarverkjum frá móður til föður. Hann spurði hvort þau væru tilbúin að prufa tækið.

Þau voru bæði spennt fyrir því.

Læknirinn byrjaði á 10% þar sem þar væri líklega meiri verkur en eiginmaðurinn hefði áður upplifað. Eftir því sem lengra leið á fæðinguna bar maðurinn sig vel og sagði lækninum að hækka í tækinu. Læknirinn hækkaði í 20% og síðan í 50%.
Enn var eiginmaðurinn stálsleginn og bað lækninn að færa alla verkina yfir á sig.

Fæðingin gekk mjög vel og móðirin fann ekkert fyrir öllu saman.
Eiginmaðurinn var stálsleginn.

Þegar þau komu heim lá bréfberinn dauður á tröppunum fyrir framan húsið


Hlæið svo.hahaha.Hlátur lengir lífið