Þetta eru 3 brandarar sem flestir hafa heyrt:

3 menn biðu við gullna hliðið og sögðu hver öðrum hvernig þeir dóu. Sá fyrsti sagði:“Ég bjó á 25.hæð í 26 hæða blokk. Mig grunaði að konan mín væri að halda framhjá mér svo einn daginn ákvað ég að grípa hana glóðvolga, en þegar ég labbaði inní íbúðina mína fann ég hana ekki. Svo labba ég fram á svalir og þar hengur mannfjandi á svalahandriðinu mínu og ég byrja að lemja hendurnar á honum en hann sleppir ekki, svo ég næ í hamar og held þessu áfram og þá sleppir hann en manndjöfullinn er svo heppinn að hann lendir á runna og sleppur bara með nokkrar skrámur, svo ég fer fram í eldhús ríf ísskápinn úr sambandi og hendi fram af svölunum en í öllum þessum látum fékk ég hjartaáfall og dó”. Sá annar sagði þá:“Ég bjó á 26.hæð í 26 hæða blokk og ég var að gera morgunæfingar úti á svölum en ég rann fram fyrir handriðið en ég náði taki á svölunum fyrir neðan. Ég hélt að ég myndi deyja en þá kom maður útá svalirnar mér til allrar hamingju, en þá byrjaði hann að berja hendurnar mínar en hætti þessu eftir smástund, en þá kom hann með hamar og heldur þessu áfram þá neyðist ég til að sleppa en ég var svo heppinn að lenda á runna og sleppa því bara með nokkrar skrámur, en þá datt ísskápur ofan á mig og ég dó.”En sá þriðji sagði:“Sko ég var að fela mig inní ísskáp og einhver kastaði honum niður og þannig dó ég.

Það var ein kona sem hélt að maðurinn sinn væri að halda framhjá sér og ætlaði að standa hann að verki. Einn daginn leitaði hún og leitaði en fann ekki neitt. Hún var orðin svo þreytt um miðjan daginn að hún fékk hjartaáfall og dó Þegar hún kom til himnaríkis sagði hún einni konu þetta sem beið við gullna hliðið.Þegar hún hafði klárað að segja frá þessu sagði hin konan:”Ég vildi að þú hefðir gáð í frystikistuna,þá værum við báðar á lífi.“

Guðrún fór til prestsins og sagði:”Séra maðurinn minn, hann Einar, sofnar alltaf í messunum hjá þér.“Þá sagði presturinn:”Taktu þessa saumnál, þegar ég gef þér merki með því að kinka kolli þá skaltu stinga henni í læri á honum.“Næsta sunnudag í messunni sá preturinn að Einar var farinn að dotta og hann kinkaði kolli og sagði:”Hver var það sem gaf okkur eilíft líf?“Þá stakk Guðrún nálinni í lærið á Einari og hann sagði:”Guð minn góður!“og þá sagði presturinn:”Rétt hjá þér Einar.“Og þá sá presturinn hann að Einar var aftur farinn að dotta, svo hann kinkaði kolli og sagði:”Og hver var það sem frelsaði okkur?“Þá stakk Guðrún Einar aftur í lærið og hann sagði:”Jésús Kristur!“”Aftur rétt hjá þér Einar.“sagði presturinn. En hann gleymdi sér svo í messunni að hann kinkaði óvart kolli þegar hann sagði:”Og hvað sagði Eva við Adam þegar hún hafði fætt 99 punda son sinn?“Þá stakk Guðrún Einar í lærið og hann öskraði:”EF ÞÚ STINGUR ÞESSUM HLIT Í MIG EINU SINNI ENN, ÞÁ BRÝT ÉG HANN Í SUNDUR OG TREÐ HONUM UPPÍ RASSGATIÐ Á ÞÉR!!!"

Haha:D