Ég var á fyndnasta manni Íslands í gær og þótti bara hin fínasta skemmtun.
Allir keppendurnir stóðu sig ágætlega, þó sumir betur en aðrir eins og gengur og gerist.
Þó verð ég að vera ósammála úrslitunum.
Eða að öllu heldur hvernig að þeim var staðið. Fyndnasti maður kvöldsins lenti í öðru sæti og næstfyndnasti maður kvöldsins vann. Hver er ástæðan fyrir þessu?

Jú, eins og allar aðrar keppnir hér á landi reyndist þetta vera vinsældarkeppni. Sá sem fékk mesta klappið út í sal vann, sem þýðir að sá sem kom með stærsta vinahópinn sigraði.

Þetta var nákvæmlega það sem gerðist. Sigurvegarinn átti stærsta vinahópinn útí sal(var um þrjár raðir sem hann hafði). Ég hef samt ekkert út á hann að setja, hann var alveg ágætur. Ég er bara svo pirraður út í það að þetta er ekkert keppni um fyndnasta mann Íslands heldur um það hver hefur flesta vini út í sal.

Ég veit að það eru áræðinlega einhverjir sem eru ósammála mér en ég hef rétt á því að kvarta því ég er feitur.
Íslenska NFL spjallsíðan