ok, til að útskýra mál mitt, þá er þetta sannsögulegur “brandari” sem kom fyrir bónda hér á Íslandi, en þessi brandari tengist beinskiptum bílum. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru flesti beinskiptir bílar með 6 gíra, 5 áfram og 1 afturábak, bakkgírinn er alltaf táknaður með “R” sem þýðir reverse eða afturábak.

En allavega, það var bóndi fyrir nokkrum árum sem var nýbúinn að kaupa sér glænýja Pajero, bíllinn var beinskiptur og þetta var fyrsti beinskipti bíllinn sem bóndinn átti. Bóndinn fór heim á nýja bílnum sínum, voða kátur með lífið og tilveruna. En vikur eftir að bóndinn er búinn að fá bílinn kemur hann með hann til umboðsins og segir þeim að skiptingin hjá sér sé ónýt. Strákunum á verkstæðinu finst þetta frekar skrítið en segja ekkert og gera við þetta þegjandi og hljóðlaust. Þegar viðgerð er lokið fer bóndinn heim mjög sæll og glaður. En að annari viku liðinni kemur hann með sama vandmál til strákann í umboðinu. Þetta finst þeim frekar skrítið en eins og fyrr, gera þeir við skiptinguna þegjandi og hljóðlaust. Síðan keyrir bóndinn heim mjög glaður. Nema hvað að annari viku síðar kemur bóndinn aftur, með sama vandamál, núna er strákunum á verkstæðinu nóg boðið og spurja; Hvað ertu alltaf að gera sem veldur þessu?? Bóndinn svarar: Nú, sko þegar ég er kominn í 5. gír, þá langar mig alltaf að fara aðeins hraðar, svo ég reyni alltaf að skella í race en þá fer bara allt í kássu

:'D

vona að þið hafið fattað þetta :'D
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*