Átta ára gamall var Hermann í tíma í vesturbæjarskóla þar sem eftirfarandi samtal átti sér stað :

Kennarinn : Allir sem eru KR-ingar rétti upp hönd.

(Allir nema Hermann teygðu sig til himins.)

Kennarinn : Hvað er þetta Hermann !! Ertu ekki KR-ingur

Hermann : Nei, ég er Valsari þar sem báðir foreldrar mínir eru Valsarar.

Kennarinn : það er ekkert annað, segjum sem svo að báðir foreldrar þínir væru hálvitar hvað værir þú þá ?

Hermann : Þá væri ég líklegast KR-ingur.