Bekkurinn var uppá heilsugæslustöð um daginn og þar var verið að tala um hassreykiongar unglinga. Strákur í bekknum mínum og læknirinn fóru að rökræða aðeins:
Læknirinn: …og það hefur svo mikil áhrif á þroska ykkar að reykja hass.
Binni: Er þá allt í lagi að reykja hass þegar maður er orðinn eldri?
Læknirinn: Nei auðvitað er það ekki í lagi en það er skynsamlegra að bíða.
Binni: semsagt það er gáfulegra fyrir langömmu mína að fara að reykja hass en mig?
Læknirinn: auðvitað er það ekkert gáfulegt en hún er jú að fara deyja fyrr en þú, ekki satt?
Siggi: þannig að við eigum að geffa gömlu kellingunum hassið því þær eru hvort sem er að alveg fara að deyja?

þessu var hlegið að lengi eftir þessa heimsókn…
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.