Það var þannig að ég og vinur minn unnum saman í Krónunni og vorum oft á kassa ef það þurfti. Þannig var það að hann var byrjaður að segja alltaf við okkur (vini sína) ,,Viltu medalíu?“ ef við vorum að segjast hafa gert eikka sniðugt eða eikka sem maður gat verið hreykinn af. Hann sagði mér einu sinni frá því að þegar hann var að afgreiða á kassa var að að rétta konunni (sem var viðskiptavinurinn þá) nótuna og marr spyr venjulega ,, Viltu miðan?” en hann sagði ,, Viltu medalíu?“ og hún horfði svo á hann í smá stund og sagði svo ,, Jájá, því ekki” og fór að hlæja hann náttúrulega geðveikt vandræðalegur.

Svona minningar gera það þess virði að vinna í leiðinlegri búð fyrir lág laun, að geta hleigið að því seinna