Á hippatímabilinu svonefnda gaf karlkyns blómabarn einni vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf. Og þar sem þessi friðelskandi náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað “gleðileg jól” á aðra buxnaskálmina en “gleðilegt nýár” á hina.
Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:
Kæri Óli. Vertu velkominn á milli jóla og nýárs. Þín Nína.

Bætt við 23. október 2006 - 00:49

Tveir stóðu fyrir framan himnaríki sem hétu Jói og Kalli.
Jói spurði: hvernig dóst þú?
Kalli: ég fraus til dauða, en þú
Jói: ég dó úr hamingju
Kalli: hvernig getur maður dáið úr hamingju
Jói: fyrsta daginn kom ég heim og allt var hreint, konan mín tekur aldrei til þannig að ég vissi að hún var að halda framm hjá, ég leitaði um allt hús en fann engan.
Annan daginn kom ég heim og það var matur á borðinu,kona mín eldar aldrei þannig að ég vissi að hún að halda fram hjá svo að ég leitaði út um allt en fann engan.
þriðja daginn kom ég heim og fann blóm á borðinu, konan mín kaupir aldrei blóm þannig að ég vissi að hún að halda framhjá ég leitaði um allt en fann engan þannig að ég hreinlega dó á staðnum.
Kalli:AULINN ÞINN ef þú hafðir bara opnað ísskápinn værum við báðir á lífi.