Ég hef hér ákveðið að taka saman mín quote úr vinnunni þegar ég hef mismælt mig og það mjög svo klunnalega og mistök kúnna og heimskuleg komment og hvað það nú er hehe.. Fyrir þá sem ekki vita er ég að starfa sem þjónustufulltrúi hjá Domino's Pizza og er því að svara í síma.. Það getur verið gaman, sérstaklega þegar maður lendir á heimska fólkinu ;)



,,Má bjóða þér að fá frítt SMS þegar sendillinn er farinn í ofninn?“ Sagði ég eitt sinn þegar ég rugla sótt og heimsendingu saman

Svo lenti ég 1 sinn á útlenskum gæja og þar fór ég mjög illa að ráði mínu: ,,Then it's 1 large pizza with pepperoni & skinka, big size of brauðstangir with a breadstangsauce and 2 liters of coke for two thousand five hundred and þrjátíu” Svo hugsaði ég með mér “Sagði ég þetta virkilega ^o)” hahaha..

Svo gerðist það 1 sinn að kona kvartaði því hún hafði pantað hvítlauksolíu, fékk bara boxið af olíunni en ekki neitt í því :P

Svo getur verið strembið að heilsa í byrjun símtals, hef reyndar bara tvisvar mismælt mig þar en þá sagði ég:

,,12“ pizza, góðan dag, get ég aðstoðað?” og
,,Domino's Extra góðan dag, get ég aðstoðað“ hehehe, smá ruglingur í gangi þarna..


Svo er sumt fólk voðalega asnalegt þarna sem hringir, ,,já þú getur aðstoðað mig *nafn* heiti ég og bý á *heimilisfang*” Ég: ,,Sem sagt að senda þangað já“ Þá kemur hann allt í einu ,,Neinei, ég ætla að sækja í *búð*”
haha geðveikur tilgangur e-ð að gefa mér heimilisfang ef hann ætlar að sækja!

Einn kúnni var svo ruglaður að segja þetta: Ég: ,,Þá er það stór D. Extra og stór brauðstangir á 2830“ Kúnninn: ,,En ef ég fæ aðra pizzu fría, hvað kostar þetta þá?” Þetta er einhver sú steiktasta setning sem ég hef heyrt haha!!

Svo er nottla til fólk sem undrast þegar ég býð þeim SMS og spyrja hvað það sé hehe..

Svo er það saga um konu sem ég ætla ekki að nefna á nafn.. Þessa sögu heyrði ég frá öðrum þjónustufulltrúa en samkvæmt honum er þessi kona dóttir djöfullsins.. Alltaf þegar hún pantar þá segir hún e-ð ,,Ég ætla að fá skorpuna stökka, hafa ostinn yfir, og hafa áleggið vel dreift“ og e-ð meira or sum. Svo þegar hún fær sent þá kíkir hún alltaf á pizzuna áður en sendlarnir fara, eitt sinn þá var hún bara ,,Já, þetta er bara fagmannlega og vel gert, þakka ykkur fyrir” neinei ekki búið enn.. Hún hringir aftur uppeftir til okkar, ,,Já, ég var að panta pizzu hjá ykkur áðan, og hún var bara alveg dásamleg, geturu gefið mér samband við bakaran?“ ,,Því miður megum við ekki gefa þér samband” Hún: ,,Nú, það finnst mér voða skrítið, geturu þá sagt honum fyrir mig að þetta var alveg frábærlega bökuð pizza og að hann sé besti pizzugerðar maður sem ég hef upplifað"
Og e-ð svoleiðis álíka rugl í þessari kellingu hehe..

Man svo sem ekkert meir í augnablikinu en bæti því við ef ég man :P