Jói sótti um vinnu í dýragarðinum. Í auglýsingunni var ekki tekið fram í hverju starfið væri fólgið, en þegar Jói mætir kemst hann að því að hann á að leika górillu. Alvöru górillan hafði drepist nokkrum dögum áður og þar sem dýragarðurinn hafði eytt miklum peningum í markaðssetningu á górillunni, þá þurftu þeir górillu strax.

Á hverjum degi klæddi Jói sig því í górillubúning, hékk inni í búri og lék górillukúnstir. Eftir nokkurn tíma var hann farið að líka ágætlega við starfið, gaf frá sér górilluöskur, hræddi börn og borðaði banana.

Eftir því sem tíminn leið varð hann vinsælli górilla en nokkru sinni hafði þekkst. Hann sveiflaði sér í trjánum og fólk elskaði hann.

Einn laugardag var óvenju mikið að fólki í dýragarðinum og Jói var að sveifla sér í búrinu þegar hann sveiflar sér alveg óvart yfir girðinguna og inn í ljónabúrið. Ljónið lítur á Jóa í górillubúningnum og gengur hægt og rólega í áttina til hans. Jói er orðinn skíthræddur. Þegar ljónið er komið alveg að honum byrjar hann að öskra:

“Hjálp! Hjálp! Ég er ekki górilla. Bjargið mér héðan út!”

Þá heyrist í ljóninu: “Þegiðu fíflið þitt, eða við verðum báðir reknir!”
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.