Það er mjög erfitt að gleyma öllu. Til dæmis þegar ég var í háskóla
þurfti ég að leggja á minnið–ekki spyrja mig hversvegna–nöfn þriggja
frumspekilegra skálda fyrir utan John Donne. Mér hefur tekist að gleyma
einum þeirra, en ég man ennþá að hinir hétu Vaughan og Crashaw. Stundum
þegar ég er að reyna að muna eitthvað mikilvægt eins og hvort konan mín
hafi beðið mig um að kaupa túnfisk í olíu eða vatni, skjóta Vaughan og
Crashaw upp kollinum í hausnum á mér þarna í búðinni. Þetta er alveg
hryllileg sóun á heilafrumum.
<br><br>Vectro
“Women might be able to fake orgasms. But men can fake whole relationships.”