Eftirfarandi spurning var lögð fyrir hin alvitra í tölvuheiminum.

Ef þú missir brauðsneið með sultu, mun hún lenda með sultuhliðina niður.
Ef ketti er sleppt út um glugga eða einhverjum álíka háum stað (prufa
blokk) mun hann lenda á fótunum.

En ef þú festir sultusneið, með sultuhliðina upp, á bakið á ketti og
hendir þeim báðum út um gluggann? Mun kötturinn lenda á fótunum? Eða mun
sultan slettast í gólfið?

Og sá alvitri svaraði svo: Jafnvel þó þú sért of latur til þess að
framkvæma þessa tilraun sjálfur þá ættir þú að geta dregið fram hina
augljósu niðurstöðu.

Lögmál sultufræða krefjast þess að sultan lendi alltaf á gólfinu, og hin
jafn ströngu kattarloftfræði lögmál krefjast þess að kötturinn brjóti ekki
á sér loðið bakið. Ef þetta sambland myndi lenda, hefði náttúran enga
leið til þess að leysa þessa þversögn. Einfaldlega þessvegna fellur það
ekki.

Það er rétt þú skarpi dauðlegi (alla vegna eins gáfaður og dauðlegur getur
orðið) þú hefur uppgötvað leyndarmál “andþyngdarafls!” Sultaður köttur
mun, þegar honum er sleppt, fljótlega færa sig í hæð þar sem
kattarsnúningur og sultufráhrinding eru í jafnvægi. Þessum
jafnvægispunkti er hægt að breyta með því að skafa smá sultu af, til að
það lyftist, eða fjarlægja einhvern útlim kattarins, þannig að það sé hægt
að minnka hæðinna.

Flestar siðmenntaðar verur Alheimsins nota þessi lögmál til þess að knýja
för sín þegar þau eru innan stjörnukerfis. Hið mikla suð sem flestir
FFH-sjáendur hafa heyrt er, í raun, malið í nokkur hundruð læðum.

Hin eina augljósa hætta er, náttúrulega, ef kettirnir ná að éta brauðið á
bakinu á sér þannig að þeir hrapi undir eins. Og auðvitað munu kettirnir
lenda á fótunum, en það gerir þeim venjulega ekki mikið gagn þar sem
sekúndubroti eftir að þeir lenda tignarlega, lenda fleiri tonn af glóandi
heitu geimskipi og bandbrjáluðum geimverum ofan á þeim.

<br><br>Vectro

“Women might be able to fake orgasms. But men can fake whole relationships.”