Taktu innkaupakerrur, fylltu þær af vörum og skildu þær svo eftir á mismunandi stöðum um búðina.

Stilltu allar vekjaraklukkur í búðinni á mismunandi tíma, þannig að starfsfólkið sé alltaf að hlaupa til og slökkva á þeim.

Byrjaðu að spila fótbolta og reyndu að fá sem flesta með þér.

(Þessi virkar aðeins ef þú ert kvenkyns) Gakktu upp að næsta starfsmanni (helst karlkyns) á meðan þú þrýstir löppunum saman og öskraðu: ,,Ég þarf túrtappa!“

Gerðu slóð af appelsínusafa sem liggur að klósettunum.

Á meðan þú gengur um búðina skaltu syngja hástöfum ,,Pósturinn Páll”

Stilltu öll útvörp á Rás1 stiltu svo á hæsta styrk.

Leiktu þér í sjálfvirku rennihurðunum.

Gakktu upp að einhverjum ókunnugum og segðu: ,,Hæ, langt síðan við höfum sést, hvernig hefur þú það? …. o.s.frv.“ Sjáðu svo hvort þau reyna að spila með til að forðast vandræðalegt ”móment“

Á meðan þú labbar í gegnum fatadeildina, spurðu þá sjálfa/n þig frekar hátt: ,,Hver kaupir þetta drasl hvort sem er?!?”

Settu tvennar kvenmansnærbuxur á höfuðið á þér og gakktu um verslunina eins og ekkert hafi í skorist.

Þegar afgreiðslumanneskjan skannar vöruna með strikamerkjaskannanum skaltu líta undrandi út og segja: ,,Vá, galdrar!“

Færðu ”Varúð, blaut gólf“ skiltið og settu það þar sem er teppalagt.

Settu upp tjald í útivistardeildinni og segðu við aðra að þú bjóðir þeim bara ef þeir komi með eigin kodda.

Í hreinsiefnadeildinni skaltu menga loftið með því að prófa öll hreinsiefni sem eru í spreybrúsum.

Settu teppi á axlirnar á þér og hlauptu um og kallaðu: ,,…ég er Batman… Komdu Robin, tími til kominn að fara aftur í hellinn….!”

Hentu hlutum handahófskennt einhvert annað en þeir eiga að vera.

Taktu allar reiknivélar sem þú finnur og skrifaðu “halló” á þær. (01134)

Ef einhver býður þér aðstoð skaltu kalla upp yfir þig: ,,Af hverju getið þið ekki látið mig í friði?“

Líttu beint í öryggismyndavélina og notaðu hana eins og spegil á meðan þú borar í nefið eða kreistir bólu.

Á meðan þú handleikur byssur í veiðideildinni skaltu skyndilega spyrja afgreiðslumanninn hvar þunglyndislyf fáist.

Á meðan enginn er að horfa skaltu skipta um merkin á kvenna- og karlaklósettinu.

Reyndu að læðast um búðina á meðan þú raular lagið úr ”Mission: Impossible.“

Reyndu að troða þér í stórar íþróttatöskur.

Reyndu að troða öðrum í stórar íþróttatöskur.

Reyndu að fylla innkaupakörfu af smokkapökkum. Fylgstu svo með svipnum á öðrum þegar þú reynir að kaupa þá.

Farðu í feluleik.

Endurraðaðu geisladiskum.

Á meðan þú gengur um skaltu halda uppi samræðum eins og það sé einhver hjá þér.

Þegar tilkynningar koma í kallkerfinu skaltu grípa fyrir eyrun, leggjast niður á hnén og segja í skelfingu: ,,Núna eru þessar raddir komnar aftur…!”

Kauptu þér tuskudýr og láttu eins og það sé lifandi.

Þegar einhver stígur frá körfunni sinni til þess að skoða eitthvað skaltu ganga með hana í burtu án þess að sega orð.

Eltu fólk um gangana og vertu aldrei lengra en tvo metra í burtu. Ekki hætta fyrr en þau fara úr búðinni.

Prófaðu veiðistangir og gáðu hvort þú getir “veitt” eitthvað úr öðrum deildum.

Farðu í spyrnu í innkaupakörfum.

Klæddu gínur upp á nýtt eins og þér finnst að þær eigi að vera.

Þegar fólk er fyrir aftan þig skaltu labba mjög hægt. Sérstaklega þar sem er þröngt.

Skoraðu á aðra í einvígi með rúllum af gjafapappír.

Búðu til bullvörur og spurðu svo hvort þær séu til á lager.

Taktu smokkapakka og laumaðu þeim í körfurnar hjá fólki þegar það er ekki að horfa.
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.