Þrír rafvirkjar og þrír símsmiðir ætluðu með lest á ráðstefnu. Á brautarstöðinni keyptu rafvirkjar þrír hver sinn miða, en
símsmiðirnir þrír bara einn. “Hvernig ætlið þið þrír að ferðast á
einum miða?, spyr einn rafvirkjana. ”Við skulum bíða og sjá til“,
svarar einn símsmiðana.
Þeir fara inn og rafvirkjarnir setjast hver í sitt sæti en allir
símsmiðirnir troða sér inn á salerni og læsa að sér. Skömmu eftir
að lestin leggur af stað gengur lestarstjórinn um og safnar saman
farmiðum. Hann bankar á dyrnar á salerninu og segir: Miðann, takk.
Örlítil rifa opnast og handleggur réttir miðann út um rifuna.
Lestarstjórinn tekur miðann og heldur áfram.
Rafvirkjarnir sjá þetta og fannst þetta að sönnu snjöll hugmynd. Að ráðstefnu lokinni hugðust þeir feta í fótspor símsmiðana, kaupa bara einn miða og spara pening. Þegar þeir koma á brautarstöðina kaupa þeir einn miða en sjá sér til mikillar furðu að símsmiðirnir kaupa alls engan miða. ”Hvernig ætlið þið eiginlega að ferðast miðalausir, spyr einn rafvirkjana. Við skulum sjá til, svarar einn smímsmiðana. Þegar þeir koma um borð troðast rafvirkjarnir inn á salerni og símsmiðirnir þrír inn á annað við hliðina. Skömmu síðar laumast einn símsmiðurinn út af salerninu, bankar hjá rafvirkjunum og segir: Miðann takk?