Hafnfiðingur fór að heimsækja ömmu sína sem var orðin fjörgömul. Og þar sem hann sat sá hann skál fulla af möndlum. Hann tók eina og borðaði hana og þótti hún góð og fékk sér fleiri og fleiri þar til skálin var orðin tóm.
Þá var kominn tími til að hveðja og hann sagði við ömmu sína: ,,Ég er búinn að borða allar möndlurnar þínar." Þá sagði sú gamla: ,,Það gerir ekkert til, ég er orðin tannlaus og gat ekki gert neitt annað en að sjúga súkkulaðið utan af þeim.