Það var kennari við menntastofnun hér á landi sem var gefinn fyrir klúryrði og fór það svolítið fyrir brjóstið á stelpunum í einum bekknum sem hann kenndi. Þær ákváðu það í sameiningu að fara allar í einu upp til rektors og kvarta næst þegar umræddur kennari byrjaði með sóðakjaft. Svo er það einn daginn að kennarinn segir að það sé nóg að gera hjá mellunum í París. Þá standa allar stelpurnar upp og ætla til rektors, en kennarinn stoppar þær og segir “Rólegar stelpur, flugið til Frakklands fer ekki fyrr en á morgun”.