Jónas kom til Reykjavíkur og fékk sér herbergi á

Hótel Sögu. Seint um kvöldiðkom hann niður

tröppurnar og í móttökuna, greinilega mjög

drukkinn, reyndi að ganga eins beint og hann gat

og gaf sig á tal við afgreiðslumanninn í

móttökunni. “Heyrðu, elsku kallinn minn” drafaði

hann, orðinn vel pæklaður af innihaldinu á mini-

barnum. “Sko, veistu, með þetta herbergi sem þú

lést mig í, ég verð bara að fá annað.” “Því

miður” sagði afgreislumaðurinn. “Það vill bara

svo til að það er dálítið mikið að gera hjá

okkur núna, næstum því hvert einasta herbergi er

upptekið og það er orðið svo áliðið að ég er

hræddur um að það sé bara ekki hægt.” “Ja, shko,

mér er alveg sama,” sagði Jónas, “ég verð bara

að fá annað herbergi.” “Er eitthvað að

herberginu sem ég lét þig fá?” spurði

afgreiðslumaðurinn. “Nei-nei, kallinn minn,

þetta er alveg ágætisherbergi, þægilegt og allt

það, það er ekki það, sko - ég verð bara að fá

annað.” “Þú mundir kannski vilja segja mér af

hverju þú þarft allt í einu að fá annað

herbergi, fyrst það er ekkert að hinu?” spurði

afgreiðslumaðurinn. Jónas hallaði sér að honum

og hvíslaði “Ef þú vilt endilega fá að vita það,

þá er kviknað í því.”

………………………………………….

Hann: Þetta er góður staaður. hér getur maður étið hræódýrt! Hún: En mig langar ekkert í hræ þótt það sé ódýrt!