Ég fann þennan á netinu um daginn:

Guð og Lykla-Pétur í golfhugleiðingum

Dag nokkurn eru Guð og Lykla-Pétur að spá í að kíkja í golf:

“Hvar eigum við að spila?” spyr Lykla-Pétur.

“Förum til tunglsins,” segir Guð. “Lítið aðdráttarafl og við getum slegið nokkra kílómetra.”

“Neeee, alltof kalt,” segir Lykla-Pétur.

“Förum þá til sólarinnar, vel upplýst. Pottþétt að maður týnir ekki kúlunni.”

“Alltof heitt fyrir minn smekk,” segir Lykla-Pétur.

“En Satúrnus? Gæti orðið ferlega skemmtilegt að slá af þessum hringjum þarna í kring,” segir Guð.

“Það er alltof langt,” segir Lykla-Pétur, “af hverju förum við ekki bara til Jarðar. Stutt að fara og þeir byggja meiriháttar góða velli á fallegum stöðum, með vatns- og sandgryfjum?”

“Nenni því ekki,” segir Guð, “það lítur út fyrir að ég hafi gert einhverja gyðingastelpu ólétta þar fyrir nokkur hundruð árum og þeir eru ennþá að tala um það…”


——–