Maður kom til læknis og var hinn vandræðalegasti ég er með vandamál og ef þú ætlar að hjálpa mér verður þú að lofa mér því að hlæja ekki að mér.
Að sjálfsögðu mun ég ekki hlæja að þér. Ég hef verið læknir í meira en aldarfjórðung og hef aldrei hlegið að sjúklingi þú getur treyst mér fullkomlega.

Allt í lagi sagði maðurinn og tók að leysa niður um sig buxurnar.

Þá kom í ljós minnsta tippi sem læknirinn hafði nokkru sinni séð.

Læknirinn fann hvernig hann missti tökin á alvörunni, skellti upp úr og hló síðan hömlulaust í nokkrar mínútur. Loks linnti hlátrasköllunum og læknirinn sagði afsakandi:
Ég biðst innilega forláts á hegðun minni og ég get ekki með nokkru móti skýrt hvað kom yfir mig. Ég lofa því að þetta mun ekki gerast aftur. Og hvert er svo vandamálið?
spurði læknirinn.

Tippið er bólgið.
————–