Jónas og Guðmundur fóru saman á bjarnaveiðar í Kanada. Þeir komu sér fyrir í fjallakofa og Guðmundur byrjaði að koma dótinu fyrir, en Jónas, sem var ólmur veiðimaður, fór út að gá að bjarndýrum. Eftir stutta leit fann hann stórt bjarndýr og skaut á það, en hitti illa og rétt særði það, nóg til að gera bjössa ökureiðan.

Björninn stökk af stað á móti Jónasi og Jónas sá að hann gæti ekkert gert betra en að hlaupa, svo hann kastaði frá sér rifflinum og tók til fótanna. Jónas hljóp eins hratt og hann gat í átt að fjallakofanum, en björninn hljóp hraðar og það dró saman með þeim. Um það bil sem Jónas náði dyrunum að kofnum, þá rann hann til og datt.

Björninn var svo nálægt Jónasi og á svo mikilli ferð, að þegar Jónas datt, þá gat hann ekkert gert, en skautaði yfir hann og inn í kofann.

Jónas stökk upp eins og stálfjöður, æddi út og lokað dyrunum um leið og hann æpti á Guðmund „Þú skalt flá þennan, ég fer að finna annan!“

<br><br><b>******************************************************************************************

I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>

líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************