Nonni litli gekk inn í Smáralindina. Einn öryggisvörður var
að kenna nýjum öryggisverði starfið og sína honum
umhverfið.

“Heyrðu, sjáðu strákinn sem er að koma þarna [Nonni litli],
þetta er vitlausasti drengur sem ég veit um. Sjáðu bara hvað
hann er vitlaus,” segir öryggisvörðurinn rogginn með sig um
leið og hann kallar í Nonna litla.

“Heyrðu strákur, hvort peninginn viltu, bréfpeninginn (500
kr.) eða gullpeninginn (100 kr.)?”

Nonni litli tekur gullpeninginn og gengur í burtu!

“Ég sagði þér það,” segir öryggisvörðurinn. “Þetta gerir
hann alltaf. Hann kemur hingað oft og ég prófa hann alltaf
í þessu og alltaf tekur hann 100 krónurnar í stað 500
krónunnar, og alltaf er jafn gaman að prófa hann í þessu!”

Nýi öryggisvörðurinn er nú á vappi eftir ganginum og sér
hvar strákurinn er fyrir framan ísbúðina að borða ís.
Öryggisvörðurinn ákveður að spyrja strákinn hvers vegna
hann taki alltaf 100 kr. Í stað þess að fá 500 kr. sem er
miklu meiri peningur!

“jú sjáðu nú til,” segir Nonni litli og sleikir ísinn.
“Þessi félagi þinn er búinn að láta mig prófa þetta
margoft. Hvers vegna spyrðu! Það er vegna þess að ef ég
tæki 500 kallinn þá hættir hann þessu og ég hætti að fá ís
í Smáralindinni á kostnað félaga þíns sem heldur að ég sé
svona rosalega vitlaus!”
I g0t c00k13$