Ungur búktalari var að skemmta með brúðuna sína í litlum næturklúbbi. Með brúðuna á lærinu lét hann hana segja þessa lélegu ljóskubrandara sem allir eru búnir að fá meira en nóg af.

Allt í einu stóð ljóshærð kona upp við eitt borðið og kallaði: “Ég hef heyrt nóg að þessum heimsku ljósku bröndurum. Hvað fær þig til að halda að þú getir steríó-týpu-gert allt ljóshært kvennfólk. Hvað kemur háralitur einstaklinga sem mannfólk málinu við? Það eru guttar eins og þú sem koma í veg fyrir að kvennfólk eins og ég fái vel metin störf í samfélaginu og geti vaxið og dafnað sem vel metnir einstaklingar. Allt vegna þess þú og þín tegund viðhaldið misrétti og ofsóknum, ekki aðeins á ljóshært fólk, heldur á kvennfólk almennt og allt til að halda uppi einhverjum HÚMOR!”.

Búktalarinn stamaði og byrjaði að afsaka sig þegar ljóskan gargaði upp fyrir sig: “Halt þú kjafti, vertu ekki að skipta þér af því sem þér kemur ekki við, ég er að tala við litla fíflið sem situr á lærinu á þér”.