Kona ein átti elskhuga sem hún hitti meðan maðurinn hennar var í vinnunni á daginn. Dag einn kom 9 ára sonur hennar óvænt heim og í fátinu ýtti konan honum inn í skáp. Maður hennar kemur heim rétt á eftir, svo hún ýtti elskhuganum líka inn í skápinn.

Drengurinn rauf þögnina meðan þeir stóðu þarna tveir og sagði lágt:

“Það er dimmt hérna inni”.

Maðurinn svarar “Já, það er það”

“Ég á fótbolta”

“Það var nú flott”

“Viltu kaupa hann?”

“Nei”

“Pabbi stendur fyrir utan skápinn”

“OK, hve mikið?”

“5000 kall”

Maðurinn borgar umyrðalaust.

2 vikum seinna gerist aftur það sama. Þegar þeir standa í skápnum segir drengurinn:

“Það er dimmt hérna inni”

“Já, það er það”

“Ég á markmannshanska”

Reynslunni ríkari segir maðurinn: “OK, hve mikið?”

“10000 kall”

Maðurinn er pirraður, en borgar þó.

Nokkrum dögum seinna kallar pabbinn á drenginn og segir: “Sonur, náðu nú í boltann og markmannshanskana. Við skulum fara út og spila fótbolta”

“En ég get það ekki, pabbi, ég seldi bæði boltann og hanskana” svarar drengurinn.

“Hvað fékkstu fyrir það?” spurði pabbinn.

“15000 kall” var svarið.

“15 þúsund kall? Það er okur! Það er ljótt að okra svona á vinum sínum. Nú fer ég með þig í kirkjuna og þú færð að játa syndir þínar fyrir prestinum”

Þegar þeir voru komnir í kirkjuna ýtir pabbinn drengnum inn í skriftaklefann. Drengurinn veit ekki hvernig hann á að byrja svo hann segir:

“Það er dimmt hérna inni”

Presturinn svarar: “NEI, NÚ BYRJARÐU EKKI MEÐ ÞETTA HELVÍTI HÉRNA LÍKA!”