Hann Óli litli var blindur.
Eitt kvöldið þegar hann átti að fara að sofa var hann með læti og vildi ekki fara að sofa. “Óli minn, ef þú verður stilltur og ferð strax að sofa færðu sjónina á morgun. Þá geturu leikið við alla hina krakkana og hjólað um á bláa hjólinu sem ég keypti handa þér í dag” sagði amma hans. “Er það?” sagði Óli litli spenntur. “Þá er ég farinn strax að sofa”. Amma hans Óla hjálpaði honum að hátta sig og hann sofnaði strax.
Morguninn eftir vakti amman Óla og sagði “Ekki opna augun Óli minn. Ég vill að þín fyrsta sjón verði af græna grasinu, öllum lítríku blómunum og krökkunum”. Amma hans hjálpaði honum að klæða sig og fór með hann út. “Nú máttu opna augun Óli minn” sagði ammam. “En amma… Ég sé ekki neitt”. “Haha! Fyrsti apríl Óli minn.”