Jámm datt í hug að posta þessum djóki! Eðal Fóstbræðrahúmor fyrir þá sem fíla hann :D

Ég fór í GoKart í gær maður og var í hóp með fullt af strákum. Þá kemur Charlie inn og segir okkur að við verðum allir að vera með hjálma. “já ókei” hugsaði ég, “bara eðlilegt” þannig að ég gerði það, steig upp í bílinn og brunaði af stað. Þegar ég er svo að klára fyrsta hringinn þá kemur Danny bílavörður alveg sót vitlaus og öskrar á mig “Þetta er ekkert sex manna bíll maður! Þú mátt bara vera einn í honum drengdjöfull ”En Charlie sagði að við ættum að vera með Hjálma með okkur!" Hljómsveitina Hjálma sko…:D hihihi