Nonni litli skoðar afa sinn

Nonni litli sat í fanginu á afa sínum og skoðaði hann afar
vel. Hann skoðaði hrukkurnar, hárin á nefinu og inní
eyrunum. Nonni litli strýkur svo vangann á sér og snertir
eyrun á sér.

“Afi minn, bjó Guð þig til?” spyr Nonni litli.

“já Nonni minn það gerði hann fyrir löngu, löngu síðan!”

“En segðu mér þá eitt annað,” segir Nonni litli við afa
sinn. “Bjó Guð mig til líka?”

“Já. Það er nú reyndar ekki svo langt síðan hann gerði það
karlinn minn. Bara mjög stutt síðan,” segir stoltur afi.

“Afi! Ég segi nú bara vá…Guð hefur svo sannarlega vandað
sig betur með mig en þig, finnst þér það ekki!”

___________________________________________________

Týnd golfkúla

Maður nokkur kom skríðandi inn á slysadeildina með
glóðarauga, allur marinn og blár, líklega nefbrotinn og
sprungna vör, auk þess að hafa fimm golfkylfur vafðar utan
um hálsinn á sér. Lækninum var mjög brugðið og spurði
manninn hvernig hann hafi slasast svona hræðilega.

“Jú, það var þannig sko,” sagði maðurinn. “Ég var að spila
golf með konunni minni, þegar hún sló óvart kúlunni í
miðjan kúahóp. Við vorum semsé að leita að kúlunni, þegar
ég tek eftir því að ein beljan er með eitthvað hvít í
afturenda sínum. Ég gekk rólega að kúnni og lyfti halanum
varlega upp og það var sem mig grunaði, þar fannst kúlan
sem konan sló, föst í afturenda beljunnar. Það var þá sem
ég gerði þessi hryllilegu mistök,”

“Hvaða mistök,” segir læknirinn sem var orðin forvitinn.

“Nú, eins og ég sagði þá lyfti ég halanum mjög varlega og
kallaði til konunnar minnar.”

“Hvað sagðir þú við konuna þína?”, spyr læknirinn.

“Ég hélt í halann og benti á afturenda beljunnar og sagði,
ástin mín þessi er alveg eins og þín!”
__________________________________________________

40 ára álög

Gamall maður ákvað að leita til galdrakonu og fá hana til að
taka af sér álögur sem settar höfðu verið á hann og hann
borið með sér í 40. ár.

“Áður en ég geri nokkuð þá þarf ég að vita hvað var sagt
við þig þegar álögin voru sett á þig”, segir galdrakonan
sem farin var að raða steinum og kveikja upp í reykelsum og
tuldra þulur.

Gamli maðurinn var ekki lengi að svara þessu og segir: “Ég
lýsi því yfir að þið eruð nú hjón”…