Maggi var harðduglegur maður og vann gríðarlega mikið en í frístundum sínum stundaði hann blak, og innanhússfótbolta. Eina góða helgi ákvað Fríða, eiginkona hans að gera honum glaðan dag og fara með hann út á lífið. Þau klæða sig í sitt fínasta púss og fara á einn af þessum stöðum þar sem boðið er upp á svokallaðan “listdans” í kringum súlur. Dyravörðurinn á skemmtistaðnum sér þau koma og kallar: - Góða kvöldið, Maggi. Hvernig hefuru það í kvöld? Fríða verður mjög hissa og spyr magga hvort hann hafi komið hingað áður.

-nei, nei, segir maggi. - Hann er einn af þeim sem ég spila blak við. Þau fá sér sæti og þjónustustúlkan kemur til þeirra, sér magga og segir: - gaman að sjá þig Maggi. - viltu gin og tónik eins og venjulega? Augu Fríðu stækka. - Þú hlýtur að koma hingað oft!

-Nei nei, segir Maggi. - Strákarnir kíkja hingað inn stundum eftir blakið. Þá kemur nektardansmær upp að borðinu þeirra íklædd litlu meira en brosinu. Hún faðmar Magga innilega að sér og spyr: - Magga, elskan. Ætlaru að fá einkadans eins og venjulega? Fríða verður öskureið safnar saman dótinu sínu og stefnir út af skemmtistaðnum. Maggi eltir hana og sér hana fara inn í taxa, svo hann stekkur inn í bílin á eftir henni. Fríða horfir á hann hatursfullu augnaráði og lætur hann hafa það óþvegið. Þá hallar leigubílstjórinn sér að magga og segir: - þú hefur náð í eina erfiða í kvöld, maggi minn.
Maybe this world is another planet's hell.