Forstjóri einn átti að vera gestgjafi fyrir starfsmenn sína
heima hjá sér eitt laugardagskvöldið. Hann og konan hans
voru að leggja á ráðin hvað þau skildu hafa af mat og víni.


Á laugardagsmorgninum vakna hjónin og karlinn sér að veðrið
er alveg frábært og ekta veður til að spila golf. Hann
ákveður að semja við konuna sína og spyr hana hvort það sé
ekki í lagi að hann skjótist á völlinn, spili svo bara níu
holur og hann lofi að vera kominn tímanlega til að hjálpa
til og þá skuli hann taka ærlega til hendinni. Eftir þó
nokkurt þras féllst konan á þetta og karlinn rauk strax af
stað.

Eftir að hafa farið níu holurnar, sturtað sig og snurfusað
upp í klúbbhúsi gekk hann út á bílaplan og ætlaði heim.
Hittir hann þá einn starfsmann sinn sem var ung og
myndarleg kona, á bílaplaninu og var sprungið á bílnum.
Forstjórinn biðst til að hjálpa og drífur sig í því.
Hann var orðinn drullugur um hendurnar og aðeins í framan
og segir starfskonan hans að hún vilji endilega að hann
komi með henni heim svo hann geti þrifið sig.
Karlinn segist ekki hafa tíma til þess, en konan suðar í
honum og hann lætur undan. Þegar þau koma heim til hennar
og hann fer inn á bað, segir konan að hún ætli að hafa
fataskipti. Karlinn skolar hendurnar og þegar hann kemur út
af salerninu sér hann hvar konan stendur í flottum
undirfatnaði og áður en hann veit af eru þau farin að
kyssast og eitt leiddi fram að öðru!

Þegar karlinn kemur svo heim, uppfullur af samviskubiti
ákveður hann að segja konunni allan sannleikan því hann
gæti ekki borið þetta með sér. Eftir að konan var búin að
heyra hann segja alla sálarsöguna gengur hún að honum og
horfir beint í augun á honum og segir:

“Þú ert nú meiri óþverrinn, ég veit að þú ert að ljúga að
mér….ég veit það…þú fórst átján holur í stað þess að
fara níu!”