Gunnar var nýlega búinn að fjárfesta í nýjum Bens og ákvað
að fara í bíltúr. Hann var mjög stoltur af bílnum og vildi
endilega kíkja í bókabúðina þar sem uppáhalds
afgreiðslustúlkan hans var að vinna, en hún hét Sólveig og
var ljóshærð, með blá augu og ofsalega falleg og oft verið
að reyna við Gunnar.

Gunnar vildi endilega “sýna” henni bílinn og fer inn búðina
og kaupir Séð og Heyrt. Gunnar segist svo vilja skoða sig
aðeins um í smástund. Sólveig segir það vera í lagi, og um
leið óskar hún honum til hamingju með nýja bílinn og að
hann sé frábær og mjög fallegur.

Eftir nokkrar mínútur kemur Sólveig hlaupandi til Gunnars
og segir að búið sé að stela bílnum hans!

“Stela bílnum,” segir Gunnar alveg lamaður af skelfingu –
“Þú hefur vonandi náð að stoppa þjófinn?”

“Betra en það Gunnar minn, ég náði númerinu á bílnum!”


Það var einu sinni maður sem fór og ætlaði að kaupa sér skó.
Hann fór á Laugaveginn og fann þar skóbúð sem hann hafði aldrei séð
áður. Þegar inn var komið tók á móti honum Indverji sem klæddur var í
týpíska indverska múnderingu, kufl og allt.

Indverjinn segir: ,,Góður dagur''. ,,Góðan dag'' segir maðurinn, ,,ég er kominn til að kaupa kuldaskó''.

,,Nei nei, þú kaupa sandalar'' segir Indverjinn.
,,Nei, hva það er að koma vetur, ég hef ekkert við sandala að gera,
mig vantar kuldaskó'', endurtekur maðurinn.

,,Þú vantar sandalar, sandalar gera þig graður'' segir indverjinn og hneigir sig.

,,Gera sandalar mig graðan?'' hváir maðurinn. ,,Já'' segir indverjinn og réttir honum sandala.

Maðurinn hugsar með sér að hann geti nú alveg eins prófað þetta og tekur við sandölunum.

Eitthvað gekk honum nú illa að koma sér í skóna enda aldrei áður farið í sandala,

en um leið og þeir voru komnir á fætur hans fær hann líka þessa svakalegu standpínu

og hann bara ræður ekki við þörfina og ríkur á Indverjann, kippir kuflinum upp og ætlar bara að fá sér einn stuttan.

Þá argar Indverjinn upp yfir sig ,,nei, nei, nei þú vera í krummafótur, þú vera í krummafótur''.




Það var eitt sinn ljóska sem (eins og við öll ) var orðin þreytt á ljóskubröndurum og vildi helst
koma sér úr þessum minnihlutahóp. Hún ákvað því að lita hárið á sér brúnt og þannig koma
sér í hóp þeirra sem tekið ermark á. Eina helgi í ágúst fór hún í bíltúr uppí sveit. Hún var ekki
komin langt þegar hún sá féhirði vera að smala fjöldann allan kindum. Verandi dolfallin aðdáandi
fjórfætlinga stoppaði hún bílinn og gaf sig á tal við féhirðinn. Eftir nokkurt smátal spurði hún
hirðinn hvort að hún mætti eiga eina kind ef hún gæti giskað á hversu margar kindur hirðirinn
var með. Hirðirinn var viss í sinni sök um að það gæti hún aldrei og tók áskoruninni. “Ljóskan”
okkar hugsaði sig vel um og að lokum kom hún með töluna 294. Hirðirinn trúði ekki sínum eigin
eyrum því að það var akkúrat fjöldi kindanna. En vegna þess að hann var heiðarlegur að eindæmum leyfði
hann henni að velja eina kind. “Ljóskan” tók sér góðan tíma en að lokum valdi hún eina sem var
mun líflegri en allar hinar. Hirðirinn leit á hana og spurði:,, Ef ég get giskað á rétta háralit þinn -
má ég þá fá hundinn minn aftur" ?!